Episodes
Monday Sep 07, 2020
#1 Sonja Grant - Kaffi
Monday Sep 07, 2020
Monday Sep 07, 2020
Tuesday Sep 15, 2020
#2 Jakob H Magnússon - Hornið
Tuesday Sep 15, 2020
Tuesday Sep 15, 2020
Jakob H Magnússon matreiðslumeistari er gestur þáttarins í þetta sinn. Jakob hefur verið kenndur við veitingastaðinn Hornið í þau rúmu 40 ár sem eru síðan hann opnaði hann, ásamt Guðna frænda sínum. Jakob stendur enn vaktina á horninu nýorðinn sjötugur. Hornið er sannkallað fjölskyldufyrirtæki því með Jakobi á vaktinni eru konan hans, börn og barnabörn. Við spjöllum um Hornið, hvernig veitingabransinn hefur breyst á þessum 40 árum sem Hornið hefur sama og ekkert breyst. Tölum um fluguveiði, kokkalandsliðið, Bocuse D´or og ýmislegt fleira.
Tuesday Sep 22, 2020
#3 Nanna Rögnvaldardóttir - Grúskari
Tuesday Sep 22, 2020
Tuesday Sep 22, 2020
Nanna Rögnvaldardóttir er sennilega eina manneskjan á Íslandi sem titillinn matgæðingur passar almennilega við. Nanna hefur, eins og alþjóð svo sem veit, gefið út fjölda matreiðslubóka og á meðal þeirra er einhver mikilvægasta matreislubók síðari ára á Íslandi. Biblían, Matarást. Nanna er líka mikill grúskari og hefur sankað að sér gömlum íslenskum uppskriftum og á óhemjustórt safn matreiðslubóka.
Tuesday Sep 29, 2020
#4 Ragnheiður Axel - Sprúttsali
Tuesday Sep 29, 2020
Tuesday Sep 29, 2020
Tuesday Oct 06, 2020
#5 Hrefna Sætran - Stjörnukokkur
Tuesday Oct 06, 2020
Tuesday Oct 06, 2020
Tuesday Oct 13, 2020
#6 Nuno Alexandre Bentim Servo - Mógúll
Tuesday Oct 13, 2020
Tuesday Oct 13, 2020
Í þessum þætti kom einn stórtækasti veitingamaður Reykjavíkur í heimsókn, sjálfur Nuno Alexandre Bentim Servo. Nuno er frá Portúgal en hefur búið hér á landi í rúm þrjátíu ár. Hann er stórtækur í veitingabransanum og er yfirleitt þekktur sem Nuno í tvíeykinu Nuno og Bento. Saman reka þeir fimm veitingahús í Reykjavík sem hafa verið meðal þeirra vinsælustu í bænum lengi. Það er mál manna í bransanum að svo virðist sem þeir félagar kunni ekki að stíga feilspor því allt sem þeir hafa opnað hefur náð miklum vinsældum.
Nuno er sem sagt líka þekktur sem Nuno á Tapas, Nuno á Apótekinu, Nuno á Sæta svíninu, Nuno á Sushi Social og Nuno á Fjallkonunni.
Hann mætti til mín með þessa líka fínustu rauðvínsflösku og við töluðum um allt milli himins og jarðar. Upphafið á veldinu, málaferli vegna Sushi social vinnusemi og bara hreinlega allt. Mjög lifandi og skemmtilegt spjall, enda er Nuno með skemmtilegri mönnum.
Tuesday Oct 20, 2020
#7 Shruti Basappa - Foodie
Tuesday Oct 20, 2020
Tuesday Oct 20, 2020
Friday Oct 23, 2020
#A1 - Raggi og Óli Fílaglas
Friday Oct 23, 2020
Friday Oct 23, 2020
Aukaþáttur Kokkaflakks í eyrun heitir Raggi og Óli Fílaglas. Þetta er kinnroðalaust ripoff af hlaðvarpsþættinum Fílalag en í staðinn fyrir að fíla tónlist er meiningin að fíla vín. Í þetta sinn er það vín sem heitir Ca 40,08 - Orange Puglia Calcarius 2019 árgangur.
Tuesday Oct 27, 2020
#8 Kjartan Gíslason - Omnom
Tuesday Oct 27, 2020
Tuesday Oct 27, 2020
Kjartan Gíslason er kokkur frá Vestmannaeyjum sem, áður en hann fór að stúdera súkkulaði, starfaði á mörgum af bestu veitingahúsum landsins. Okkar spjall er þó mest um súkkulaði, enda er súkkulaði eitthvað það skemmtilegasta sem er til í öllum heiminum að tala um og borða. Það sem fólk kannski almennt gerir sér ekki grein fyrir er sérstaða Omnom í súkkulaðibransanum, því þau flytja inn baunir og gera úr þeim súkkulaði frá grunni. Við förum rækilega yfir þetta ferli, sem hófst allt í eldhúsinu hjá Kjarra í Breiðholtinu og allskonar skemmtilegt líka, enda er Kjartan, eins og allir gestir sem ég hef fengið, einstaklega skemmtilegur og fróður maður. Margir vilja meina að hann gæti verið best lesni kokkur landsins sem kemur vel í ljós í okkar spjalli.
Tuesday Nov 03, 2020
#9 Siggi Hall - Legend
Tuesday Nov 03, 2020
Tuesday Nov 03, 2020
Gestur þáttarins að þessu sinni er svo sannarlega ekki af verri endanum, hann er nefnilega Sigurður Lárus Hall matreiðslumeistari, betur þekktur sem Siggi Hall. Siggi er sennilega frægasti kokkur á Íslandi. Hann var um langt árabil með vinsælustu kokkaþætti á landinu á Stöð 2 og er einn af upphafsmönnum og eigandi Food and Fun hátíðarinnar.
Siggi er kokkur og saga hans er ótrúleg. Við förum yfir árin í Danmörku, Noregi, Hveragerði og á Óðinsvéum. Siggi er mikill sögumaður og ég þurfti ekki að hafa mikið fyrir því að tosa upp úr honum sögurnar, enda er þátturinn sá lengsti sem ég hef gert. En ég held að það komi ekki að sök því það var aldrei dauð stund og ég skemmti mér konunglega allan tímann sem við spjölluðum. Ég er viss um að þið gerið það líka.
Tuesday Nov 10, 2020
#10 Sleggjudómar - Endalok seríu
Tuesday Nov 10, 2020
Tuesday Nov 10, 2020
Þá er komið að honum, þættinum sem enginn er búinn að vera að bíða eftir, lokaþætti fyrstu seríu Kokkaflakks í eyrun!
Í þennan þátt fékk ég til mín tvö þeirra sem ég heimsótti í sjónvarpsþáttunum Kokkaflakk, þau Dröfn Ösp Snorradóttir Rozas og Davíð Örn Hákonarson. Mig langaði að vita hvað á daga þeirra hefði drifið síðan við heimsóttum þau annars vegar í París og hins vegar í Los Angeles, svo við fórum aðeins yfir það. En aðallega ræddum við þó hvaða matur er ofmetinn, hvaða matur er vanmetinn og fórum yfir persónulega topp fimm lista yfir besta sælgætið og skyndibitann meðal annars. Stútfullur þáttur af sleggjudómum og hot takes.
Að lokum er vert að taka fram að þó svo að fyrstu seríu sé að ljúka með þessum þætti þá er alger óþarfi að verða leið yfir því, önnur sería hefst strax í næstu viku eins og ekkert hafi í skorist.
Tuesday Nov 17, 2020
#11 Ragnheiður Maísól - Súrdeigið
Tuesday Nov 17, 2020
Tuesday Nov 17, 2020
Tuesday Nov 24, 2020
#12 Björn Steinar Jónsson - Saltverk
Tuesday Nov 24, 2020
Tuesday Nov 24, 2020
Gestur þessa þáttar er Björn Steinar Jónsson. Hann er verkfræðingur sem bjó lengi í Danmörku en það er ekki þess vegna sem ég ákvað að biðja hann um að koma í viðtal. Nei, það er vegna þess að hann er mjög merkilegur matarfrumkvöðull á Íslandi. Hann framleiðir hágæða salt á sjálfbæran hátt vestur á fjörðum. Hann er líka einn eiganda veitingahússins Skál! á Hlemmi og rekur heildsölu sem flytur inn náttúruvín. Við ræðum þetta allt saman en þó fyrst og fremst hið merkilega fyrirbæri salt, sem við tökum sem sjálfsögðum hlut. Við setjum það meira að segja á göturnar!
Mjög áhugavert spjall.
Kokkaflakk í eyrun er framleitt af Hljóðkirkjunni og er í boði Bríó frá Borg Brugghúsi og Vínstúkunnar tíu sopa.
Tuesday Dec 01, 2020
#13 Sigurður Laufdal - Bocuse d´Or
Tuesday Dec 01, 2020
Tuesday Dec 01, 2020
Í þætti vikunnar hitti ég kokkinn Sigurð Laufdal. Hann er í fullri vinnu við að undirbúa sig fyrir virtustu einstaklingskeppni í matreiðslu í heiminum, Bocuse d´Or í Lyon. Hann var í fjórða sæti í undankeppni Evrópu, vann þar verðlaun fyrir besta fiskréttinn og ætlar sér að vinna aðalkeppnina í júní. Hann hefur farið áður í þessa keppni og varð þá í 5. sæti en mætir nú aftur, reynslunni ríkari og mun betur undirbúinn. Við tölum um ferilinn og aðdragandann að þessu öllu saman og hversu stór og merkileg þessi keppni er. Mjög áhugavert spjall um hvernig fólk kemst eins nálægt fullkomnun í matreiðslu og mögulegt er.
Tuesday Dec 08, 2020
#14 Hlédís Sveinsdóttir - Hamhleypa
Tuesday Dec 08, 2020
Tuesday Dec 08, 2020
Tuesday Dec 15, 2020
#15 Jólasleggjudómar með Gunnari Karli og Fanneyju Dóru
Tuesday Dec 15, 2020
Tuesday Dec 15, 2020
Það eru að koma jól og þá dugir ekkert annað en að henda í jólaþátt. Í þessum þætti fæ ég til liðs við mig tvo matreiðslumenn og við förum yfir jólahefðir í mat hjá þeim og þjóðinni allri. Við förum líka rækilega yfir hvaða jólamatur er ofmetinn og hvaða jólamatur er vanmetinn án nokkurrar ritskoðunnar og þar falla nokkrar sleggjur. Ef grant er hlustað má líka finna allskonar pro tip sem ættu að hjálpa fólki við matargerð á jólum, enda eru hér á ferð tveir af færustu matreiðslumönnum Íslands sem eru; Gunnar Karl Gíslason, yfirkokkur á DILL restaurant sem eins og fólk veit er eini staðurinn á Íslandi sem hefur nokkurntíma hlotið Michelin stjörnu og Fanney Dóra Sigurjónsdóttir sem hefur lengi verið meðlimur í kokkalandsliði Íslands og var fyrirliði þess þegar það varð í þriðja sæti á Ólympíuleikunum síðast. Sjúklega skemmtilegt spjall um allt og ekkert, en fyrst og fremst mat og jólin.
Tuesday Dec 22, 2020
#16 Ragnar Freyr - Læknirinn í eldhúsinu
Tuesday Dec 22, 2020
Tuesday Dec 22, 2020
Jólagestur þessa þáttar er enginn annar en Læknirinn í eldhúsinu, Ragnar Freyr Ingvarsson. Hann var á tímabili vinsælasti matarbloggari landsins, það vinsæll að hann var beðinn um að koma blogginu fyrir í bók til útgáfu. Síðan hefur hann gert nokkrar bækur og einnig sjónvarpsseríur. Við ræddum þetta auðvitað allt saman sem og Covid 19, því Ragnar var settur sem yfirlæknir Covid-göngudeildar Landsspítalans sem komið var upp á mettíma. Við töluðum líka um mat, jólamat og sænskan mat. Mjög skemmtilegt spjall við mjög skemmtilegan mann.
Monday Dec 28, 2020
#17 Kristinn Guðmundsson - Soð
Monday Dec 28, 2020
Monday Dec 28, 2020
Tuesday Jan 05, 2021
#18 Ragga Nagli - Að borða í núvitund
Tuesday Jan 05, 2021
Tuesday Jan 05, 2021
Hér er fyrsti þátturinn á nýju ári og í honum kveður við dáldið annan tón en áður, þó umræðuefnið sé auðvitað ennþá matartengt. Gestur þáttarins í þetta sinn er Ragnhildur Þórðardóttir sem er betur þekkt sem Ragga Nagli. Hún heldur úti hlaðvarpinu Heilsuvarpið og heimasíðunni ragganagli.com þar sem hún fjallar um allskonar heilsutengd málefni. Þetta var geysilega gott spjall þar sem við fórum yfir hvað það er að borða í núvitund, hvað það getur gert fólki að skammast sín sífellt fyrir hvað það borðar og hvað það er mikilvægt að borða það sem þér finnst bragðgott. Við fórum líka yfir það hvernig best er að ná árangri ef meiningin er að taka til í mataræðinu sem algengt er um áramót.
Tuesday Jan 12, 2021
#19 Guðrún Sóley - Veganklappstýra
Tuesday Jan 12, 2021
Tuesday Jan 12, 2021