Kokkaflakk í eyrun

#10 Sleggjudómar - Endalok seríu

November 10, 2020

Þá er komið að honum, þættinum sem enginn er búinn að vera að bíða eftir, lokaþætti fyrstu seríu Kokkaflakks í eyrun!

Í þennan þátt fékk ég til mín tvö þeirra sem ég heimsótti í sjónvarpsþáttunum Kokkaflakk, þau Dröfn Ösp Snorradóttir Rozas og Davíð Örn Hákonarson. Mig langaði að vita hvað á daga þeirra hefði drifið síðan við heimsóttum þau annars vegar í París og hins vegar í Los Angeles, svo við fórum aðeins yfir það. En aðallega ræddum við þó hvaða matur er ofmetinn, hvaða matur er vanmetinn og fórum yfir persónulega topp fimm lista yfir besta sælgætið og skyndibitann meðal annars. Stútfullur þáttur af sleggjudómum og hot takes.

Að lokum er vert að taka fram að þó svo að fyrstu seríu sé að ljúka með þessum þætti þá er alger óþarfi að verða leið yfir því, önnur sería hefst strax í næstu viku eins og ekkert hafi í skorist.

Podbean App

Play this podcast on Podbean App