Kokkaflakk í eyrun

#12 Björn Steinar Jónsson - Saltverk

November 24, 2020

Gestur þessa þáttar er Björn Steinar Jónsson. Hann er verkfræðingur sem bjó lengi í Danmörku en það er ekki þess vegna sem ég ákvað að biðja hann um að koma í viðtal. Nei, það er vegna þess að hann er mjög merkilegur matarfrumkvöðull á Íslandi. Hann framleiðir hágæða salt á sjálfbæran hátt vestur á fjörðum. Hann er líka einn eiganda veitingahússins Skál! á Hlemmi og rekur heildsölu sem flytur inn náttúruvín. Við ræðum þetta allt saman en þó fyrst og fremst hið merkilega fyrirbæri salt, sem við tökum sem sjálfsögðum hlut. Við setjum það meira að segja á göturnar! 

Mjög áhugavert spjall.

Kokkaflakk í eyrun er framleitt af Hljóðkirkjunni og er í boði Bríó frá Borg Brugghúsi og Vínstúkunnar tíu sopa.

Play this podcast on Podbean App