Kokkaflakk í eyrun

#29 Fanney Dóra og Davíð Örn - Sleggjudómar

March 30, 2021
Ef einhvern tímann hefur verið þörf á fíflaskap og vitleysisgangi þá er það núna. Marsmánuður er búinn að vera að hamast við að vera marsmánuður, gefandi fólki von um betri tíð, blóm í haga og sólskin en kippir okkur svo rækilega niður á jörðina jafnóðum með gulum viðvörunum og frosti. Og svo ætlar veiruandskotinn aldrei að láta okkur í friði heldur. 
 
Nú þá er bara eitt að gera, fá Davíð Örn og Fanneyju Dóri í heimsókn og henda í sleggjudómaþátt, þar sem við hömumst öll við að tala hvert ofan í annað og leggja mat á mat. Við tölum meðal annars um pítusósu, páskaegg, mathallir og ýmislegt fleira og höfum öll sterkar skoðanir á þessu öllu. Mjög gaman!

Podbean App

Play this podcast on Podbean App