Episodes
Tuesday Dec 15, 2020
#15 Jólasleggjudómar með Gunnari Karli og Fanneyju Dóru
Tuesday Dec 15, 2020
Tuesday Dec 15, 2020
Það eru að koma jól og þá dugir ekkert annað en að henda í jólaþátt. Í þessum þætti fæ ég til liðs við mig tvo matreiðslumenn og við förum yfir jólahefðir í mat hjá þeim og þjóðinni allri. Við förum líka rækilega yfir hvaða jólamatur er ofmetinn og hvaða jólamatur er vanmetinn án nokkurrar ritskoðunnar og þar falla nokkrar sleggjur. Ef grant er hlustað má líka finna allskonar pro tip sem ættu að hjálpa fólki við matargerð á jólum, enda eru hér á ferð tveir af færustu matreiðslumönnum Íslands sem eru; Gunnar Karl Gíslason, yfirkokkur á DILL restaurant sem eins og fólk veit er eini staðurinn á Íslandi sem hefur nokkurntíma hlotið Michelin stjörnu og Fanney Dóra Sigurjónsdóttir sem hefur lengi verið meðlimur í kokkalandsliði Íslands og var fyrirliði þess þegar það varð í þriðja sæti á Ólympíuleikunum síðast. Sjúklega skemmtilegt spjall um allt og ekkert, en fyrst og fremst mat og jólin.