Episodes
Tuesday Dec 08, 2020
#14 Hlédís Sveinsdóttir - Hamhleypa
Tuesday Dec 08, 2020
Tuesday Dec 08, 2020
Gestur þessa þáttar er Hlédís Sveinsdóttir. Hlédís er sannkölluð hamhleypa til verka sem hefur látið allskonar hluti gerast af því að henni hefur fundist þörf á því.
Hún stofnaði vefsíðu sem gerði fólki kleift að ættleiða kindur og lömb, var ein af upphafsfólki og mikil talskona Beint frá býli og rekjanleika landbúnaðarafurða. Hún er líka önnur tveggja kjarnorkukvenna sem hafa staðið að matarmarkaði Búrsins, fyrst á bílaplaninum við Nóatún og síðustu ár í Hörpunni tvisvar sinnum á ári. Með því hefur hún stutt ærlega við bakið á frumkvöðlastarfi í landbúnaði og matvælaframleiðslu með því að gefa fólki pláss til að selja og þróa nýjar vörur.
Um þessar mundir vinnur hún við sjónvarpsþáttagerð auk þess að vera í nefnd sem vinnur að því að búa til landbúnaðarstefnu Íslands, sem er jú grunnurinn að allri matvælaframleiðslu á landinu. Allt þetta gerir hún meðfram því að vera einstæð móðir á Akranesi, ásamt því að hafa í mörg ár staðið í erfiðum málarekstri vegna læknamistaka við fæðingu dóttur sinnar.
Mögnuð kona og frábært spjall!
Version: 20240731