Kokkaflakk í eyrun

#13 Sigurður Laufdal - Bocuse d´Or

December 1, 2020

Í þætti vikunnar hitti ég kokkinn Sigurð Laufdal. Hann er í fullri vinnu við að undirbúa sig fyrir virtustu einstaklingskeppni í matreiðslu í heiminum, Bocuse d´Or í Lyon. Hann var í fjórða sæti í undankeppni Evrópu, vann þar verðlaun fyrir besta fiskréttinn og ætlar sér að vinna aðalkeppnina í júní. Hann hefur farið áður í þessa keppni og varð þá í 5. sæti en mætir nú aftur, reynslunni ríkari og mun betur undirbúinn. Við tölum um ferilinn og aðdragandann að þessu öllu saman og hversu stór og merkileg þessi keppni er. Mjög áhugavert spjall um hvernig fólk kemst eins nálægt fullkomnun í matreiðslu og mögulegt er.

Play this podcast on Podbean App