Kokkaflakk í eyrun

#11 Ragnheiður Maísól - Súrdeigið

November 17, 2020
Í þessum fyrsta þætti í seríu tvö af Kokkflakki í eyrun er kafað hyldjúpt í undraheim súrdeigsbaksturs og nördaskapsins í kringum hann. Það hefur varla farið framhjá mataráhugafólki hvaða áhrif samkomubann og fjarlægðartakmarkanir hafa haft á súrdeigsáhuga fólks um allan heim. Þegar áhuginn breiddist út hraðar en veiran var það Ragnheiður Maísól Sturludóttir sem bar hitann og þungann af því að hjálpa fólki með sín fyrstu skref hér á landi og hún er gestur þáttarins að þessu sinni. 
 
Ragnheiður Maísól er listakona, menntaður trúður og ein helsta áhugakona um súrdeigsbakstur hér á landi. Hún er stofnandi Facebook-samfélagsins Súrdeigið sem rauk úr 300 meðlimum í 12 þúsund í samkomubanninu. Hún deilir einnig góðum ráðum á Instagram-síðunni @nybakad.surdeig. Við fórum bæði vítt og breitt yfir málin og köfuðum vel í nördaskap sem tengist súrdeigsbakstri, svo sem mismunandi hitastig á hveiti, hvort hveiti sé betra nýmalað heima við og hvort viðbætt ger sé dauðasök. Sjúklega áhugavert spjall!
 

Podbean App

Play this podcast on Podbean App