Kokkaflakk í eyrun

#19 Guðrún Sóley - Veganklappstýra

January 12, 2021
Það eru margir sem prófa að tileinka sér vegan-lífsstíl í janúar í tilefni af Veganúar sem viðmælandi þáttarins segir að sé hátíð fyrir veganista.  Kokkaflakkarinn er áhugasamur um alla anga matarhegðunar fólks og fékk því eina helstu klappstýru veganista í spjall en það er engin önnur en hún Guðrún Sóley Gestsdóttir sem um ræðir. Við ræddum veganmat og lífsstílinn, fordómana sem þau sem kjósa að vera vegan verða fyrir og hversu stressandi það er að skrifa matreiðslubók, sem hún jú hefur reynslu af. Guðrún Sóley er þekkt andlit sem hefur verið viðloðandi fjölmiðla um árabil, bæði í útvarpi og sjónvarpi, þar sem hún stýrir meðal annars menningarumfjöllun á RÚV. Mjög skemmtilegt spjall. 
 
Gleðilegan veganúar!

Play this podcast on Podbean App